Vinnuþjarkar

Vélarnar frá Curio eru vinnuþjarkar sem sjá um hausningu, flökun, roðflettingu og brýningu og að sjálfsögðu er hægt að stilla vélarnar þannig að þær passi fyrir ólíkar fisktegundir.

Ástríða fyrir tækni

Hjá Curio kraumar ástríða fyrir handverki, tækni og óheftri hugmyndaauðgi. Við leiðum saman alúðina sem felst í handsmíðuðum vélarhlutum, tækninýjungar og íslenskt hugvit og setjum saman öflug fiskvinnslutæki með sterkan karakter og mikla vinnslugetu.

Slithlutir á lager

Við erum stolt af vélunum okkar. Þær bera þess merki og við sýnum það í verki með góðri þjónustu þar sem allir slithlutir eru til á lager þegar þörfin kallar. Sendum varahluti um allan heim. 

Flökunarvél C2011

C2011 Flökunarvél er hjarta framleiðslulínunnar hjá Curio og hentar til flökunar...

Lestu meira...

Brýningavél C2015

C2015 Brýningavél er fyrst og fremst þjónustutæki fyrir hausarann og...

Lestu meira...

Roðflettivél C2031

Roðflettivélin C2031 er nýjasta fiskvinnsluvélin í framleiðslu Curio. Þessi...

Lestu meira...

Hausari C3027

C3027 Hausari er ætlaður til vinnslu á öllum bolfiski og laxi og hjá Curio afgreiðum...

Lestu meira...

Þjónusta

Algengasta þjónustan sem við veitum er tengd viðhaldi á vélunum okkar. Við eigum alla slithluti á lager og getum því brugðist skjótt við ef vandamál koma upp.

Við þjálfum fólkið hjá fyrirtækjunum og yfirleitt er auðvelt að leysa mál sem koma upp í gegnum síma en ef þess er óskað förum við í útköll hvert á land sem er.

Öll vandamál ýta á frekari þróun. Við viljum endilega kynnast vandamálunum og sjá hvernig þau koma upp til þess að koma í veg fyrir þá þróun í frekari hönnunarvinnu.

Vefverslun varahluta er opin:

0/7

Aðgangur fyrir vefverslun fæst á skrifstofu Curio.
Símpantanir varahluta er opin alla virka daga: Sími: 5874040

Curio ehf hefur aðalaðstöðu í 1.000 fermetra húsnæði að Eyrartröð 4 í Hafnarfirði sem fyrirtækið hefur starfað í síðan árið 2011.  Curio er einnig með 2 önnur húsnæði þar sem framleiðslan fer fram en það er að Eyrartröð 14, Hafnarfirði og að Höfða 9 í Húsavík . Aðalframleiðslan og samsetning fer fram í Hafnarfirði en hluti framleiðslunnar fer einnig fram á Húsavík, en þar eru smíðaðir ýmsir hlutir í vélarnar sem eru sendir reglulega til aðalstöðva Curio þar sem vélarnar eru svo settar saman.

Vinnslusalur og samsetning fer fram að Eyrartröð 14, einnig er töluvert af raf varahlutum sem eru á lager geymdir þar. Tæknihönnunardeild Curio er einnig með aðsetur að Eyrartröð o.fl.

Vinnslusalur þar sem fram fer smíði á vélarhlutum er staðsettur að Höfða 9 á Húsavík. Vélarhlutir eru síðan sendir til samsetningu í Hafnarfirði.

0C-2031
DÆMI UM AFKÖST
0 stk.
PR. MÍNÚTU
0
ROÐFLÉTTINGAR Á 60 MÍN.
0%
FALLEG ÁFERÐ

NOKKRIR VIÐSKIPTAVINIR

Curio ehf.

Curio framleiðir háþróuð fiskvinnslutæki sem gera viðskiptavinum kleift að hámarka nýtingu, afköst og arðsemi.

Hafðu samband hér til hliðar – við svörum öllum spurningum fljótt og vel og með mikilli ánægju.

Curio ehf.
Eyrartröð 4
220 Hafnarfirði
Sími: 587 4040
Varahlutir: 5172876
email: curio@curio.is

Fréttir

Hafðu samband

Kort