C-2031 bæklingur

Roðflettivél C-2031

Roðflettivélin C-2031 er hönnuð til vinnslu á öllum bolfiski og laxi. Vélarnar samanstanda af tæplega 1000 vélarhlutum sem eru að stærstum hluta smíðaðir úr ryðfríu stáli en aðrir hlutar hennar eru úr tæringarþolnu plasti. Curio er að framleiða um 24 roðflettivélar á ári.

Meginmarkmiðið með hönnun roðflettivélarinnar var að fjarlægja roðið af fiskinum með sem mýkstum hætti. Við beitum ýmsum tæknilausnum til að tryggja lítið los í flökunum og náum því fram fallegri áferð að vinnslu lokinni.

Stilling: Stiglaus hraðastilling
Efni: Ryðfrítt stál og tæringarþolin efni
Fjöldi vélarhluta: U.þ.b. 1000

Fiskvinnslutækin frá Curio eru hágæða íslenskt hugverk og handverk og stærstu þremur tækjunum – hausara, flökunarvél og roðflettivél – er stillt upp í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur. Hjá Curio fá allar framleiðslueiningar sitt eigið nafn til að undirstrika persónuleika hverrar vélar. Oftast eru nöfnin fyrirfram ákveðin hér innanhúss, en viðskiptavinir geta einnig óskað eftir því að velja nöfn á eigin vélar.

Horfa á myndbönd af roðflettivél.

Viltu vita meira um þessa vél?